Miðvikudagur, 9. maí 2007
Utah - Golden State
Þetta er á í kvöld - og það á skikkanlegum tíma í þetta skiptið.
Mikið finnst mér ánægjulegt að vera að fara að horfa á þennan leik en ekki Dallas - Houston.
Fyrsti leikurinn lofaði góðu og þetta verður vonandi bara áframhaldandi skemmtun.
Það mundi gera frábæra hluti fyrir þessa seríu vinni Golden State í kvöld og þó að Utah hafi alltaf verið second team hjá manni síðan í gamla daga þá er eitthvað við þetta Golden State lið alveg gríðarlega heillandi og mundi mér hreint ekki leiðast að sjá þá halda áfram í þessu móti.
En það á svosem líka við um Utah liðið.
Úff - þetta er allavega alvöru.
Leikurinn er sýndur á NBA TV kl. 1 í nótt og er eini leikurinn sem spilaður er í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Auðvelt hjá Suns
Phoenix vann frekar þægilegan sigur á San Antonio í öðrum heimaleiknum og fara því með 1-1 stöðu í næstu tvo leiki - í Texas.
Phoenix sýndi í nótt að þeir geta vel spilað varnarleik og lokaði Shawn Marion algjörlega á Tony Parker sem fór hamförum í leik 1. Eins ákváðu þeir að tvöfalda ekki á Tim Duncan og sá Kurt Thomas um að slást við hann - Duncan skoraði að vísu 29 stig en þau dugðu skammt þar sem restin af liðinu var ekki að gera stóra hluti.
Steve Nash var mjög góður - skoraði 20 stig og gaf 16 stoðsendingar. Þess má geta að San Antonio liðið eins og það leggur sig gaf samtals 14 stoðsendingar.
Stoudemire skoraði 27 - megnið af þeim í seinni hálfleik og var sterkur í leiknum.
Kurt Thomas var að byrja sinn 8 leik fyrir Phoenix og hafa þeir aldrei tapað með hann í byrjunarliðinu.
Cleveland - New Jersey
Í Cleveland sá LeBron James um að klára New Jersey öðru sinni og hafa því unnið alla 6 leiki sína í úrslitakeppninni til þessa.
LeBron skoraði 36 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en auk hans lá munur liðana í fráköstunum. 49-32 Cleveland í vil og það sem meira er þá tóku Cleveland 19 sóknarfráköst og móti 3 sóknarfráköstum New Jersey liðsins.
Cleveland er það lið í deildinni sem skorar flest stig eftir sóknarfráköst og þegar bakverðirnir eru að taka flest fráköst eins og í New Jersey liðinu - þá er þetta gríðarlegt basl.
![]() |
NBA: Phoenix jafnaði gegn San Antonio |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)