Þriðjudagur, 8. maí 2007
Chicago burstaðir aftur
Setti í síðustu færslu nokkra nokkra punkta um hvað þyrfti að gerast hjá Chicago ef þeir ætluðu að eiga breik í leik 2.
- að fá 20+ stig frá Deng og Gordon - hvorum
- halda sig frá villuvandræðum
- halda turnovers í undir 10 boltum
- miklu stærra framlag frá bekknum
- gera Ben Wallace grein fyrir því að hann er ekki lengur í Pistons
- svo væri ekki verra ef Nocioni mundi fækka air-ball skotum um tvö-þrjú
- Deng og Gordon voru báðir undir 20 og ekki einu sinni nálægt því. Það var enginn leikmaður Bulls með yfir 20 stig.
- Gordon og PJ Brown lentu báðir í villuvandræðum snemma í leiknum - aftur
- 13 turnovers
- Tyrus Thomas var eini ljósi punktur Chicago liðsins í leiknum - en hans hlutverk er ekki að koma inná og skora
- Ben Wallace er ennþá meira í að spjalla við gömlu félagana en að gera það sem hann á að gera
- Nocioni var ekki með neinn air-ball en hann var hinsvegar með skelfilega skotnýtingu og fékk á sig dæmd skref 4 sinnum - í fyrri hálfleik
Chicago tók 30 fráköst í leiknum - Detroit 51
Chicago var með 20% 3ja stiga nýtingu - Detroit 52%
Eins illa og Chicago er að spila - er Detroit að spila hrikalega vel. Sóknarlega og varnarlega
Ef liðið fer ekki að hysja upp um sig þá þarf að ná í kústinn. Það er á hreinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)