Föstudagur, 11. maí 2007
Enn einn Detroit sigur
Ef það er ekki nóg að leiða með 16 stigum í hálfleik - á heimavelli.
Þetta Chicago lið á bara ekki breik í þessa seriu. Þeir ráða ekkert við Detroit varnarlega og hafa engar lausnir við svæðisvörn Detroit manna.
Aftur á móti eru Detroit að minna rækilega á sig sem meistarakandídata. Liðið virðist einungis hafa styrkst við að fá Webber þarna inn fyrir Wallace. Tölfræðin sýnir að varnarleikurinn gengur ekkert síður - ef ekki betur. Sóknarlega er svo Webber auðvitað meiri ógnun. Leikurinn í nótt var þó undantekning á því - lítið fór fyrir Webber en það virtist þó litlu breyta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)