Laugardagur, 28. apríl 2007
Karíus og Baktus XS
Að einu gjörsamlega óskyldu körfubolta...
...Þá er ég ekki frá því að Karíus og Baktus auglýsing Samfylkingarinnar sé mögulega ein versta
auglýsing allra tíma.
Þeir elska Ísland.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 28. apríl 2007
New Jersey í 2-1 og Chicago í 3-0
New Jersey Nets byrjuðu heimaleikina vel með sannfærandi 102-89 sigri á Toronto Raptors.
Nets gáfu tóninn strax í byrjun og komust í 9-0. Eftir það var ekki aftur snúið og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir Jersey menn.
Jason Kidd átti stórleik þrátt fyrir að hafa verið tæpur á að geta spilað vegna meiðsla. Hann setti 16 stig, tók 16 fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Vince Carter var ekki mikið síðri með 37 stig og 5 stoðsendingar.
Hjá Toronto átti T.J. Ford fínan leik með 27 stig og 8 stoðsendingar. Aðrir léku undir getu.
Chicago Bulls héldu áfram að gera Miami Heat lífið leitt og kláruðu þá 104-96, nú í Miami.
Bulls eltu lengst af leiknum en með Ben Gordon fremstan í flokki tóku þeir góðan sprett í 4. leikhluta sem skilaða þeim þægilegri 3-0 forystu í einvíginu.
Gordon skoraði 27 stig í leiknum, Deng 24 og Hinrich 22.
Ben Wallace var hrikalega öflugur í vörninni og sýndi það að á góðum degi er hann enn besti varnarmaður deildarinnar.
Hjá Miami voru Shaq og Wade allt í öllu, Shaq skoraði 23 stig og Wade 28.Golden State halda svo áfram að koma skemmtilega á óvart og unnu Dallas á heimavelli í nótt, 109-91.
Jason Richardson og Baron Davis áttu virkilega góðan leik fyrir Golden State með 30 og 24 stig.
Staðan þar 2-1 fyrir Golden State og næsti leikur í Oakland.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)