Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Monta Ellis vinnur framaraverðlaun
Monta Ellis, leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni fékk í dag viðurkenningu fyrir mestu framfarir á árinu.
Ellis sem er á sínu öðru ári í deildinni skoraði að meðaltali 16,5 stig í leik og gaf rétt rúmar 4 stoðsendingar á móti 6,8 stigum og 1.6 stoðsendingum í fyrra.
Það verður þó að fylgja að Ellis lék næstum helmingi fleiri mínútur í leik í ár. 34,3 í leik á móti 18,1 í fyrra.
Í næstu sætum komu svo Kevin Martin, Deron Williams og Tyson Chandler. Allt leikmenn sem að mínu mati hefðu frekar átt skilið að vinna. Fimmti varð svo lettneski félagi Ellis hjá Golden State, Andris Biedrins.
Top 5
Leikmaður, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Monta Ellis, Golden State | 47 | 34 | 15 | 352 |
2. Kevin Martin, Sacramento | 44 | 38 | 15 | 349 |
3. Deron Williams, Utah | 13 | 6 | 18 | 101 |
4. Tyson Chandler, NOK | 6 | 0 | 9 | 72 |
5. Andris Biedrins, Golden State | 8 | 4 | 12 | 64 |
Í nótt verða svo þrír leikir. Utah leikur heima gegn Houston, Orlando tekur á móti Detroit og Lakers færa Phenoix í heimsókn. Heimaliðin þrjú eru öll 2-0 undir og ætla ég að spá því að eftir leiki næturinnar verði staðan orðin 3-0 í öllum viðureignunum.
Leikur Utah og Houston verður í beinni á NBA TV kl. 1 eftir miðnætti.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)