Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Þrír leikir í nótt
Dallas og San Antonio töpuðu bæði heimaleikjum í fyrsta leik, á móti Golden State og Denver.
Það er ekki vænlegt til árangurs að fara með 2-0 í útileikina og ætla ég að tippa á heimasigra í báðum leikjum.
Þó vill maður alltaf óvænt úrslit og fleiri leiki og mundi það hrista verulega uppí þessari úrslitakeppni að fá Denver og/eða Golden State í 2-0
Cleveland taka svo á móti Washington á heimavelli og þrátt fyrir að LeBron James sé ekki algjörlega heill þá ætti þetta að verða tiltölulega auðvelt fyrir Cleveland.
Antawn Jamison er ekki að fara að vinna leik uppá eigin spítur. Á þó hrós skilið fyrir ágætis tilraun í fyrsta leiknum.
Leikur Dallas og Golden State er sýndur í beinni á NBA TV kl. 01:30. Hina er hægt að finna á netinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Nýjustu úrslit
Toronto unnu fyrr í nótt New Jersey 89-83 í æsispennandi leik þar sem New Jersey hafði forystuna þegar lítið var eftir. Anthony Parker kom skemmtilega á óvart í liði Toronto og setti 26 stig og tók 8 fráköst. Staðan þar 1-1.
Chicago voru svo í þessum skrifuðu orðum að leggja Miami öðru sinni þar sem Ben Gordon (27 stig) var frábær í þrjá leikhluta en sá fjórði var eign Luol Deng (26 stig) sem fór gjörsamlega af kostum. Lokatölur 107-89 og Chicago komnir í 2-0.
D-Wade og Shaq voru í toppmálum hjá Miami með 14 Turnovers, 7 hvor.
Nú er svo að hefjast annar leikur Phenoix Suns og L.A. Lakers.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)