Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Jahá..
"...Barbosa er brasilískur landsliðsmaður og er hann fyrsti Brasilíumaðurinn sem fær þessa viðurkenningu."
Ég skal segja ykkur það. Fyrsti Brasilíumaðurinn sem er valinn 6th Man of the Year í NBA. Ekki hefði mér dottið það í hug!
![]() |
Mitchell þjálfari ársins í NBA-deildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Sam Mitchell þjálfari ársins
Fyrrverandi Minnesota Timberwolves leikmaðurinn Sam Mitchell var í dag útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni. Mithcell var nokkuð á undan næsta manni í kosningunni en næstur kom þjálfari Utah Jazz, Jerry Sloan.
Eins og í kosningunni um Sjötta mann ársins voru það íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum og Kananda sem tóku þátt. Þessir sömu fréttamenn voru mjög duglegir að fjalla um slakan árangur Toronto liðsins frameftir móti og orðuðu Mitchell oftar en ekki við brottrekstur frá félaginu.
Það er þó ljóst að þeir hafa gleymt því um leið og Toronto fór að vinna leiki og eins og áður segir var Mitchell nokkuð afgerandi efstur.
Þjálfari, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Sam Mitchell, Toronto | 49 | 43 | 20 | 394 |
2. Jerry Sloan, Utah | 39 | 28 | 22 | 301 |
3. Avery Johnson, Dallas | 28 | 31 | 35 | 268 |
4. Jeff Van Gundy, Houston | 10 | 19 | 27 | 134 |
5. Mike DAntoni, Phoenix | 2 | 3 | 3 | 22 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Úrslit eftir bókinni og Barbosa 6th man...
Detroit vann Orlando 98-90 í nótt og Houston lagði Utah þar sem lokatölur urðu þær sömu.
Sigurliðin komu sér þar með bæði í þægilega 2-0 stöðu en leika næst tvo leiki á útivelli.
Í nótt verða svo hörkuleikir þar sem Chicago (1) leika á heimavelli gegn Miami (0).
Toronto (0) töpuðu fyrsta heimaleiknum á móti New Jersey (1) og er mjög mikilvægt fyrir þá að jafna metin á heimavelli í nótt áður en þeir halda til Jersey.
Loks taka Phenoix (1) á móti Lakers (0) en maður leiksins frá fyrri leiknum, Leandro Barbosa var einmitt í gær valinn af blaðamönnum Sjötti maður ársins.
Það eru íþróttafréttamenn frá Bandaríkjunum og Kanada sem standa að kjörinu en kosningin fer þannig fram að þeir velja leikmenn í fyrstu 3 sætin. Fyrir 1. sætið eru gefin 5 stig, 3 stig fyrir 2. sætið 1 stig fyrir það 3. Útfrá því er svo reiknaður heildarstigafjöldi en það er hann sem sker úr um sigurvegara. Þeir leikmenn sem hafa komið inná í fleiri leikjum en þeir hafa byrjað koma til greina í kosningunni.
Hinn eldsnöggi Barbosa er vel að titlinum kominn. Hann hefur spilað mjög vel í vetur með 18.1 stig, 4 stoðsendingar og 2.7 fráköst að meðaltali í leik á 32.7 mínútum. Hann byrjaði 18 sinnum inná af þeim 80 leikjum sem hann lék.
Í öðru sæti var svo San Antonio Spurs leikmaðurinn Mano Ginobili en hann varð töluvert á eftir Barbosa í kosningunni.
Læt svo fylgja 5 efstu sætin í kosningunni:
Leikmaður, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Leandro Barbosa, Phoenix | 101 | 24 | 1 | 578 |
2. Manu Ginobili, San Antonio | 18 | 50 | 29 | 269 |
3. Jerry Stackhouse, Dallas | 7 | 40 | 55 | 210 |
4. David Lee, New York | -- | 3 | 13 | 22 |
5. Kyle Korver, Philadelphia | 1 | 2 | 8 | 19 |
Leikur Toronto og New Jersey verður í beinni á NBA TV í nótt en hina tvo leikina er hægt að sjá beint á netinu.
![]() |
NBA: Detroit komið í 2:0 gegn Orlando |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)