Mánudagur, 23. apríl 2007
Önnur "óvænt" úrslit í vestrinu
Denver byrjaði að koma á óvart með að vinna San Antonio og svo gerðu Golden State sér lítið fyrir í nótt og kláruðu Dallas þar sem Baron Davis átti hrikalega stóran leik með 33 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar.
Það kemur vissulega alltaf á óvart þegar liðið í 8.sæti vinnur liðið í 1.sæti en þetta tilfelli er þó örlítið sérstakt.
Á þessu frábæra tímabili hjá Dallas liðinu sem tapaði aðeins 15 leikjum komu 4 þessara tapa á móti Golden State! Semsagt næstum 1/3 tapleikjanna.
Auk þess vann Golden State líka síðasta leik liðanna tímabilið á undan og varð leikurinn í nótt því 6. sigurleikur Golden State á Dallas í röð. Geri aðrir betur.
![]() |
NBA: Dallas tapaði óvænt gegn Warriors |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Denver 1 - 0 San Antonio
San Antonio var rétt í þessu að tapa fyrsta leiknum í einvíginu við Denver þrátt fyrir að hafa verið á heimavelli.
AI og Melo með stórleik hjá Denver, báðir með 30+ stig. Camby að vanda sterkur til baka.
Duncan og Parker bestir hjá Spurs. Horry líka með þokkalega innkomu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Brynjar Þór Björnsson
Af Karfan.is:
"KR varð í dag Íslandsmeistari í drengjaflokki eftir framlengdan leik gegn bikarmeisturum Keflavíkur, leikar fóru 109-100. Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í leiknum og skoraði 44 stig og gaf 10 stoðsendingar. 24 stiganna komu í fjórða leikhluta og þ.á.m. skoraði hann þriggja stiga körfu frá miðju um leið og lokaflaut venjulegs leiktíma gall og jafnaði þar með leikinn."
Þess er skemmst að minnast þegar Brynjar setti niður þrist í oddaleiknum á móti Snæfell og tryggði KR þar með framlengingu sem skilaði þeim í ógleymanlega úrslitaleiki.
Þessi drengur er þvílíkur snillingur að það nær engri átt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)