Sunnudagur, 22. apríl 2007
NBA Playoffs - Spá
Datt inná skemmtilega spá um úrslitakeppnina á http://eirikuro.blog.is/blog/eirikuro/entry/185068/
Hendi hér með minni spá inn og eins og Eiríkur bendir á væri gaman að búa til smá umræðu og stemningu í kringum þetta.
Dallas 4 - Golden State 2 Það þekkir Dirk enginn betur en Don Nelson styrkleika og veikleika. Golden State fara með þetta í 6 leiki
Phoenix 4 - Lakers 2 - Phoenix lenti í miklu basli með Lakers í úrslitakeppninni í fyrra en Lakers er búnir að vera skelfilega lélegir stóran hluti vetrarins.
San Antonio 4 - Denver 3 Denver með besta varnarmann deildarinnar og tvo fáránlega skorara hægja aðeins á San Antonio en Spurs eru með alltof massíft lið til að detta út.
Houston 4 - Utah 1 Eftir góða byrjun hefur Utah liðið ekki verið að gera merkilega hluti uppá síðkastið. Með T-Mac og Yao heila getur Houston liðið farið langt.
Detroit 4 - Orlando 1 Maður hefur ekki mikla trú á að Detroit liðið klikki en það hélt maður líka í fyrra áður en þeir fóru í bullið. Ef þeir ætla að halda áfram að senda Orlando leikmennina á línuna í hverri sókn þá hljóta þeir að lenda í villuvandræðum amk einu sinni og tapa einum leik.
Cleveland 4 - Washington 1 Það er ekki langt síðan að Washington var að berjast um 2.sætið í Austrinu. Eftir að þeir misstu svo báða All-Star leikmennina sína í meiðsli hefur ekkert gengið og þeir eiga ekki breik í þessa seríu. Munu þó stela einum.
Toronto 4 - New Jersey 3 Toronto byrjuðu á tapi á heimavelli í gær en ég ætla samt að spá þeim áfram. Reynslan er auðvitað New Jersey megin en Toronto er með betra körfuboltalið.
Chicago 4 - Miami 3 Þetta verður rosaleg sería eins og í fyrra en nú mun þetta detta Chicago megin. Shaq er augljóslega ekki í sínu besta formi og Wade er langt frá því að vera heill. Menn vildu meina að eini möguleiki Chicago á sigri væri ef Hinrich gæti spilað almennilega vörn á Wade. Hinrich var þó lítið sem ekkert með í gær þegar Bulls komust í 1-0.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Snillingur (Video)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)