Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Meiðsli Nash halda honum frá All-Star leiknum
Steve Nash verður ekki með í stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Nash er meiddur á öxl og verður honum því gefið algjört frí frá því að spila þangað til 20. febrúar.
David Stern mun velja leikmann í stað Nash
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
NBA 12. feb. 2007

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og unnust þeir allir á heimavelli. Detroit vann sjöunda sigurinn í röð með því að leggja LA Clippers, Denver skellti Golden State og þá vann Utah fimmta sigurinn í röð þegar það burstaði Atlanta.
Detroit vann nokkuð auðveldan sigur á Clippers 92-74 þar sem Chris Webber skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Detroit, sem hefur unnið Clippers í átta síðustu leikjum liðanna. Cuttino Mobley skoraði 17 stig fyrir Clippers sem kláraði lengsta keppnisferðalag sitt á tímabilinu með því að tapa 5 af 7 leikjum. Liðið var án Elton Brand í nótt, en hann er meiddur.
Denver vann nokkuð sannfærandi sigur á Golden State 123-111 þar sem Carmelo Anthony og J.R. Smith skoruðu 28 stig hvor fyrir Denver. Anthony spilaði lítið í fjórða leikhlutanum og átti raunar við smá meiðsli að stríða á læri sem hann varð fyrir í fjórða leikhlutanum. Al Harrington skoraði 24 stig fyrir Golden State og Kelenna Azubuike skoraði 23 stig, en liðið var enn og aftur án leikstjórnandans Baron Davis. Í gær tilkynntu forráðamenn Golden State svo að Davis þyrfti í lítinn hnéuppskurð og verður hann því frá keppni um óákveðinn tíma.
Loks vann Utah Jazz fimmta leikinn í röð þegar liðið burstaði Atlanta Hawks 102-76 á heimavelli. Atlanta hafði unnið fimm útileiki í röð fyrir leikinn, en átti aldrei möguleika eftir það nýtti aðeins 4 af 17 skotum sínum í fyrsta leikhlutanum. Mehmet Okur skoraði 19 stig fyrir Utah en spilaði ekkert í fjórða leikhlutanum, Derek Fisher skoraði 14 stig og Paul Millsap skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 17 mínútum. Marvin Williams skoraði 15 stig fyrir Atlanta og Joe Johnson 14
![]() |
NBA: Sjöundi sigur Detroit í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Carmelo Anthony verður með í All-Star leiknum
Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer.
Anthony hafði ekki verið valinn í byrjunarlið vestursins af áhangendum deildarinnar þrátt fyrir að vera stigahæsti leikmaður tímabilsins með 30,8 stig að meðaltali. Hann hlaut síðan heldur ekki náð fyrir þjálfara Vesturliðsins, líklega vegna framkomu sinnar í leik Denver og New York fyrir skemmstu þar sem Anthony sló til andstæðings og var dæmdur í 15 leikja bann.
Yao Ming og Carlos Boozer þurftu að draga sig úr liðinu vegna meiðsla og kom það í hlut Stern að tilnefna eftirmenn þeirra. Ásamt Anthony ákveð Stern að velja Josh Howard hjá Dallas í liðið.
"Ég var nokkuð bjartsýnn um að hann myndi velja mig og ég er mjög glaður. Mér er alveg sama á hvaða forsendum ég spila leikinn, þetta er stjörnuleikurinn og það er heiður að fá að taka þátt í honum," sagði Anthony eftir að hafa verið valinn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)