Laugardagur, 27. janúar 2007
One Week Anniversary
Í dag (sunnudag) er ein vika síðan fyrsta færslan birtist hér á síðunni.
Síðan þá hafa verið settar inn 25 greinar, þar af 14 um NBA deildina.
Áhugi landans á NBA hefur aukist síðustu ár eftir niðursveifluna sem varð eftir að MJ lagði skóna á hilluna. Þessi áhugi hefur þó ekki endurspeglast í umfjöllun íslenskra fjölmiðla sem leggja mjög litla áherslu á að birta úrslit og fréttir af NBA. Það er einungis Karfan.is sem stendur sig með mikilli prýði í þeim málum.
Sjálfur fylgist ég vel með og hef mikinn áhuga á NBA, ákvað ég því að setja inná þessa síðu nokkrar greinar.
Síðan fyrsta færslan leit dagsins ljós fyrir tæpri viku hafa heimsóknir á síðuna verið alls 2868 sem gera að meðaltali 478 heimsóknir á dag. Af bloggsíðu að vera tel ég þessa aðsókn nokkuð góða og vona ég að hún stytti NBA aðdáendum stundir á netrúntinum.
Þessa stundina er síðan inná Top 50 mest sóttu blog.is síðurnar, fyrir ofan t.d. ágætan dóms- og kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason sem mætti íhuga að bæta svolitlu NBA efni á síðuna sína :)
Með kveðju og von um áframhaldandi áhuga
Íþróttir | Breytt 28.1.2007 kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Iceland Express Deildin - Tölfræði
Nú þegar öll liðin í Iceland Express Deildinni hafa spilað 14 leiki er Njarðvík efst með 22 stig en lið KR og Snæfells koma þar rétt á eftir með 20 stig.
Hér fylgir tölfræði yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar auk þeirra sem hafa tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar.
Tölfræðin er tekin saman eftir 12 leiki en leikmenn sem hafa spilað færri en 5 leiki eru ekki teknir með.
Leikmaður | Lið | Leikir | Mín. | Stig. | Leikmaður | Lið | Leikir | Mín. | Stoðs. | ||
1. | Damon Bailey | Þór Þorl. | 12 | 36,4 | 25,0 | 1. | Tyson Patterson | KR | 12 | 35,2 | 7,7 |
2. | Lamar Karim | Tindastóll | 12 | 37,6 | 24,2 | 2. | Adam Darboe | Grindavík | 12 | 33,7 | 6,2 |
3. | Tim Ellis | Keflavík | 8 | 30,3 | 22,4 | 3. | Nate Brown | ÍR | 6 | 32,8 | 5,7 |
4. | Steven Thomas | Grindavík | 12 | 35,6 | 22,1 | 4. | Sverrir Þ. Sverrisson | Keflavík | 12 | 20,9 | 5,7 |
5. | Darrell Flake | Skallagrímur | 12 | 34,4 | 20,8 | 5. | Jeb Ivey | Njarðvík | 12 | 33,3 | 5,6 |
7. | Roni Leimu | Haukar | 12 | 33,5 | 20,6 | ||||||
8. | Páll Axel Vilbergsson | Grindavík | 12 | 36,6 | 20,3 | Leikmaður | Lið | Leikir | Mín. | Fráköst | |
9. | Kareem Johnson | Fjölnir | 7 | 35,3 | 20,0 | 1. | Darrell Flake | Skallagrímur | 12 | 34,4 | 14,8 |
10. | Kevin Smith | Haukar | 10 | 31,5 | 19,8 | 2. | George Byrd | Hamar | 9 | 35,7 | 14,7 |
11. | Jeb Ivey | Njarðvík | 12 | 33,3 | 19,3 | 3. | Friðrik Stefánsson | Njarðvík | 12 | 30,4 | 11,2 |
12. | Nate Brown | ÍR | 6 | 32,8 | 18,8 | 4. | Hlynur Bæringsson | Snæfell | 12 | 33,9 | 11 |
13. | Jeremiah Sola | KR | 12 | 30,2 | 18,8 | 5. | Steven Thomas | Grindavík | 12 | 35,6 | 10,7 |
14 | George Byrd | Hamar | 9 | 35,7 | 18,3 | ||||||
15. | Nemanja Sovic | Fjölnir | 12 | 33,5 | 18,0 |
Íþróttir | Breytt 28.1.2007 kl. 02:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Klassi
Frábær sigur og núna eru það bara 8-liða úrslitin. Vil annars biðja liðið um að hafa þetta aðeins öruggara eða Actavis að redda mér einhverju við þessu því að þessi spenna er gjörsamlega að fara með mig.
Nú væri algjör draumur að klára Þjóðverjana og þannig fá örlítið slakari andstæðing í 8-liða úrslitunum. Ef sá leikur klárast eru menn búnir að standa undir og fullkomna allar þær væntingar sem gerðar voru til liðsins.
P.S. Mikið er Logi að koma mér á óvart. Búinn að vera hrikalega drjúgur.
![]() |
Ísland í 8-liða úrslit eftir sigur á Slóveníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. janúar 2007
Ógleymanlegt
Góðir tímar...
1993
1998
...en af hverju hætti hann ekki þarna
Íþróttir | Breytt 28.1.2007 kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 27. janúar 2007
NBA 26. jan. 2007
Orlando 90: Howard 19 stig
Boston 90: Jefferson 20 stig
Cleveland 105: Gooden 21 stig
Philadelphia 97: Iquodala 22 stig
*LeBron James lék ekki með Cleveland vegna meiðsla
New York 116: Crawford 52
Miami 96: Wade 37
*Crawford setti 8 þrista úr 10 tilraunum
San Antonio 112: Duncan 26 stig, 13 fráköst
Memphis 96: Warrick 27 stig
New Orleans 88: Mason 24 stig
Sacramento 84: Martin og Bibby 21 stig
Phoenix 98: R.Bell 27 stig
Milwaukee 90: C.Bell 21 stig
*16. sigurleikur Pheonix í röð
Portland 69: Randolph 13 stig
Utah 116: Boozer 25 stig
Denver 111: Anthony 37 stig, Iverson 33 stig
Seattle 102: Allen 36 stig
Minnesota 100: Smith 26 stig
Charlotte 106: Carroll 24 stig
L.A. Lakers 97: Bryant 32 stig
*Framlengdur leikur
Detroit 96: Hamilton 27 stig
Washington 99: Jamison 35 stig
![]() |
NBA: Washington lagði Detroit á útivelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 28.1.2007 kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)