Mánudagur, 22. janúar 2007
Af hverju ?
Skil stundum ekki alveg hvað menn eru að pæla.
Lucas Neil er búinn að spila mjög vel með Blackburn síðustu tímabil og hafa lið á borð við Barcelona, AC Milan, Chelsea og Liverpool lýst yfir áhuga á að hann í sínar raðir. Svo þegar það var ljóst að hann mundi fara í janúar var ljóst að Liverpool vildi hann ennþá og AC Milan vildi fá hann næsta sumar. Hann velur engu að síður að ganga til liðs við West Ham. Ekki það að ég hafi eitthvað útá West Ham að setja en veruleikinn er sá að liðið er í bullandi fallbaráttu og er eins og staðan er í dag með líklegri liðum til að falla úr Úrvalsdeildinni. Persónulega hefði ég hinkrað og skoðað möguleika mína í vor og þá husganlega bara ganga til liðs við West Ham þá ef þeir halda sér í deildinni.
En það er greinilegt að peningarnir hans Björgólfs heilla.
![]() |
Lucas Neill endanlega klár hjá West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Nóg komið?
Breska slúðurpressan hefur alltaf verið þekkt fyrir óvandaða blaðamennsku, uppspuna og vitleysu. Það er allt í lagi í sjálfu sér því að fólk hefur lært í gegnum tíðina að taka henni sem slíkri og passar sig á að taka hana mátulega alvarlega. Þegar stærsti og sá sem á að teljast einn áreiðanlegasti fjölmiðill landsins er farinn að láta nappa sig trekk í trekk við að apa eftir breska slúðrið er komið nóg. Ef fréttirnar eiga ekki að vera vandaðari en þetta þá er alveg eins gott að sleppa þeim.
Í þessu tilfelli t.d. hefur blaðamaður greinilega t.d. ekki séð umrætt atvik.
Staðreynd málsins er sú að Mourinho hinkrar í göngunum eftir nokkrum leikmönnum Chelsea, klappar þeim á bakið og labbar svo sjálfur á eftir þeim. Jú vissulega tók hann ekki í höndina á Schevchenko, en heldur ekki c.a. 5-6 öðrum leikmönnum liðsins, það bara gleymdist að taka það fram. Úpps.
Þetta finnst mér ekki merkileg fréttamennska.
![]() |
Mourinho tók ekki í höndina á Shevchenko |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Spennandi nótt í NBA
Það voru spilaðir 4 leikir í NBA í nótt og fyrirfram var leikur Miami og Dallas talinn mest spennandi. Sú varð líka raunin og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins. Eftir að Dallas hafði leitt fyrri hálfleikinn kom Miami sér aftur inn í leikinn og þegar tæp mínúta var eftir af leiknum minnkaði Dwayne Wade muninn í 3 stig. 96-93. Þegar það voru 5 sekúndur eftir fékk Wade svo tækifæri á að jafna leikinn en 3ja stiga skot hans geigaði og Jerry Stackhouse náði að setja 2 stig niður á lokasekúndu leiksins. Það var auk þess brotið á honum og fór hann því á vítalínuna og setti muninn í 6 stig. Lokastaða því 99-93 fyrir Dallas.
Hjá Miami stóð Wade uppúr að vanda og setti 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Shaquille O´Neal er enn utan vallar hjá meisturunum sökum meiðsla en menn eiga von á honum á allra næstu dögum.
Josh Howard spilaði vel fyrir Dallas og skoraði 25 stig auk þess að taka 9 fráköst. Næstur kom Þjóðverjinn sterki Dirk Nowitski með 22 stig og 11 fráköst.
Hið skemmtilega sóknarlið Phenoix hélt áfram að raða niður stigum og vann í nótt Minnesota auðveldlega 131-102. Það hlýtur þó að valda forráðamönnum Phenoix hugarangri að það er farið að heyra til undantekninga þegar liðið fær á sig færri en 100 stig, í þessu tilfelli á móti meðalliði Minnesota sem lék að þessu sinni án lykilmannana Kevin Garnett og Ricky Davis.
Amare "Mighty Mouse" Stodemire var stigahæstur þeirra Pheniox manna með 25 stig á tæpum 28 mínútum og Steve Nash hélt áfram áskrift sinni að 11 stoðsendingum.
Randy Foye sem fékk að spreyta sig í fyrsta skipti í byrjunarliðinu á leiktíðinni þakkaði fyrir sig með 25 stigum og var stigahæstur hjá "Úlfunum" í Minnesota.
Í hinum tveimur leikjunum vann San Antonio skyldusigur á Philadelphia 76´ers 99-85. Brent Barry hjá Spurs átti góðan leik, setti niður 5 þrista og endaði í 23 stigum á 22 mínútum.
Portland kláraði svo vængbrotið lið Milwaukee 99-95 þar sem Brandon Roy skoraði 28 stig fyrir Portland og hinn agnarsmái Earl Boykins skoraði einnig 28 stig fyrir Milwaukee en hann hefur verið að spila vel síðan hann kom til Milwaukee frá Denver.
Í nótt verður svo sýndur beint á NBA TV leikur Chicago Bulls og Indiana Pacers kl. 12 á miðnætti. Eru allir gamlir Bulls aðdáendur hvattir til að setjast við skjáinn og kíkja á efnilegt lið Chicago og sjá ungstirnin Luol Deng og Ben Gordon spila en þeir hafa báðir leikið gríðarlega vel í vetur.
![]() |
NBA: Ekkert lát á sigurgöngu Dallas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 28.1.2007 kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)