Karfan á MBL

Dirk var ekki útnefndur leikmaður Vesturdeildarinnar heldur var hann valinn besti leikmaður mánaðarins þar.  Hann er vel að því kominn og er sá fyrsti í langan tíma til að eiga möguleika á að verða hæsti leikmaður tímabilsins í því sem Kaninn kallar Efficiency þ.e. meðaltal yfir stig, stoðsendingar, fráköst, varin skot og stolna bolta.  Spurning hvort Garnett sé farinn að slaka eitthvað á og kannski kominn tími á að hann fari til almennilegs liðs.

En annars var tilgangur minn ekki sá að blogga um gamla frétt heldur var þetta nýjasta fréttin sem ég fann á MBL um NBA og vil ég hér með skora á stjórnendur að bæta alla umfjöllun á síðunni um körfubolta en eins og staðan er í dag er Vísir að stinga af í þeim málum.

Einhverjir fleiri fréttaþyrstir körfuboltaáhagendur hér sem taka undir með mér ?

Þangað til næst....


mbl.is NBA: 45 stig frá McGrady dugðu Houston ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband